Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2011 Utanríkisráðuneytið

Fundur Norðlægu víddarinnar haldinn í Reykjavík

Þriðji fundur háttsettra embættismanna Norðlægu víddarinnar (Northern Dimension) var haldinn í Reykjavík 8. nóvember 2011. Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, flutti ávarpsorð í upphafi fundarins en Emil Breki Hreggviðsson, deildarstjóri, stýrði fundinum og samningaviðræðum um lokayfirlýsingu fundarins. Að Norðlægu víddinni koma ESB, Rússland, Noregur og Ísland sem jafnréttháir samstarfsaðilar. Á fundinum var farið yfir störf og stefnumörkun innan Norðlægu víddarinnar á grundvelli yfirlýsingar utanríkisráðherrafundar Norðlægu víddarinnar frá árinu 2010. Fulltrúar frá svæðisbundnum stofnunum, alþjóðlegum fjármálastofnunum og stofnunum Norðlægu víddarinnar sóttu fundinn. Alexander Grushko, varautanríkisráðherra Rússlands, tók þátt í fundinum og átti einnig tvíhliða fund með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra. Samþykkt lokayfirlýsing fundar Norðlægu víddarinnar fylgir hér að neðan.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta