Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Íslenskt heilbrigðiskerfi býr vel að börnum

Íslendingar eru í öðru sæti af 25 ríkjum OECD þegar lagt er mat á heilbrigði og öryggi barna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF um velferð barna og ungmenna í þeim ríkjum sem eru efnahagslega best sett í heiminum.

Í skýrslunni er lagt mat á marga þætti sem lúta að velferð barna og meðal þeirra er heilbrigði og öryggi (health and safety). Undir þeim þætti er skoðuð tíðni ungbarnadauða, þyngd barna við fæðingu, hlutfall barna sem eru bólusett við tilteknum sjúkdómum og tíðni dauðsfalla af völdum slysa og áverka meðal barna á aldrinum 0-19 ára. Fram kemur að ungbarnadauði er hvergi minni en hér á landi og sömuleiðis er hlutfall barna sem fæðast undir æskilegri þyngd (undir 2500 grömmum) hvergi lægra en hér á landi. Þegar fyrrnefndir þættir eru metnir saman er Ísland í öðru sæti eins og fyrr segir.

Skýrsla UNICEF er aðgengileg á pdf formi (1,52 MB) á vef UNICEF Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta