Hoppa yfir valmynd
15. október 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Unnið að samantekt um örplast fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Örplast - mynd 5Gyres/Oregon State University
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur beðið sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd að taka saman upplýsingar um losun örplasts hér á landi og leiðir þess til sjávar. Markmiðið með samantektinni er að fá greinargóðar upplýsingar um losun örplasts hér á landi.

Örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 millimetrar að þvermáli. Plast hverfur ekki eða eyðist heldur brotnar í smærri og smærri plasthluta í náttúrunni og kallast þá örplast. Örplast getur einnig verið svokallað framleitt örplast sem finnst til dæmis í snyrtivörum.

„Plastmengun er vaxandi vandamál og það er mikilvægt að sporna gegn henni með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Það er brýnt að við söfnum saman á einn stað þeirri þekkingu og þeim gögnum sem liggja fyrir um örplast og losun þess hér á landi. Þess vegna var ákveðið að ráðast í þetta verkefni.“

Greindar verða uppsprettur og magn örplast sem losað er á Íslandi og leiðir þess til sjávar. Er markmiðið m.a. að fá yfirlit yfir stærstu uppsprettur örplasts í því skyni að geta forgangsraðað aðgerðum sem lúta að því að draga úr losun örplasts hér á landi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta