Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2012 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra fundaði með sýslumanninum á Blönduósi

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti í gær fund með sýslumanninum á Blönduósi, Bjarna Stefánssyni. Alls starfa liðlega 30 manns hjá embættinu að meðtöldu lögregluliðinu en í þéttbýlinu á Blönduósi búa um 900 manns.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti fund með Bjarna Stefánssyni, sýslumanni á Blönduósi í gær. Með þeim eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti fund með Bjarna Stefánssyni, sýslumanni á Blönduósi í gær. Með þeim eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri.

Á fundinum var farið yfir helstu verkefni embættisins en umdæmi þess stækkaði talsvert þegar Bæjarhreppur var færður undir umdæmið við sameiningu hans og Húnaþings vestra. Umfangsmikið verkefni er rekstur innheimtumiðstöðvar sem annast innheimtu margs konar krafna. Eru þessi innheimtuverkefni þvert á ráðuneyti og stofnanir en tengjast ekki eingöngu stofnunum innanríkisráðuneytisins.

Blonduos_2

Fundur hjá sýslumanninum á Blönduósi. Frá vinstri: Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, Bjarni Stefánsson sýslumaður, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá sýslumannsembættinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta