Fundað með íslenskum hagsmunaaðilum í Ástralíu
Sigríður Snævarr, heimasendiherra, átti fund með íslenskum hagsmunaaðilum í Ástralíu á dögunum en nú standa yfir viðburðalotur á vegum heimasendiherra.
Fundinn sóttu Sigrún Baldvinsdóttir, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Ástralíu, fulltrúar fyrirtækja, fulltrúar frá háskólasamfélaginu og einstaklingar með áhuga eða tengingar við Ástralíu, í þeim tilgangi að byggja upp, styrkja og stækka tengslanet Ísland þar í landi.
Á fundinum var rætt um að efla mætti samstarf háskóla í löndunum tveimur, nemendaskipti listaháskóla, tónlist, mikinn áhuga Ástrala á heimskautarétti, sjálfbærni og nýsköpunarfyrirtæki, starfsemi Marels og opnun skyrverksmiðju í Ástralíu.