Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2024

Sanskrit, íslenska og danska!

Tengsl sanskrit og íslensku og starf hins kunna danska málvísindamanns Rasmusar Kristjáns Rasks voru viðfangsefni í fyrirlestrum dr. Þórhalls Eyþórssonar prófessors við Háskóla Íslands, sem hann hélt við Banaras Hindu University í Varanasi 22. apríl og Delhi University í Nýju-Delhí 24. apríl. Yfirskriftin var upphaf nútíma málsvísinda. Rasmus Kristján Rask (1787 – 1832) dvaldi lengi á Íslandi og er einn af frumkvöðlum Hins íslenska bókmenntafélags. Hann ferðaðist einnig til Indlands og annarra Asíuríkja og rannsakaði sanskrit. Töluvert var um spurningar af hálfu indverskra prófessora og nemenda, sem eru áhugasamir um uppruna sanskrit og tengslin við tungumálin í vestri. Fyrirlestrarnir voru skipulagðir af íslenska sendiráðinu í samvinnu við danska sendiráðið og fluttu Guðni Bragason sendiherra og Freddy Svane sendiherra Danmerkur inngangsorð.

  • Sanskrit, íslenska og danska! - mynd úr myndasafni númer 1
  • Sanskrit, íslenska og danska! - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta