Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2013 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra skipar nefnd til að undirbúa millidómstig

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa millidómstig.  Meðal markmiða í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að tekið verði upp millidómstig bæði í einkamálum og sakamálum og að Hæstiréttur starfi í einni deild.

Innanríkisráðherra hefur skipað nefnd til að undirbúa millidómstig.
Innanríkisráðherra hefur skipað nefnd til að undirbúa millidómstig.

Með skipun nefndarinnar er ráðherra að hrinda þessu verkefni af stað og mun nefndin útfæra  fyrirkomulag, tímamörk, kostnað og önnur atriði er snerta tilurð millidómstigs. Einnig skal í lagafrumvarpi fjallað um starfsemi og fyrirkomulag sameiginlegrar stjórnsýslu dómstóla landsins, eftirlit dómskerfisins með dómurum og starfsemi dómstóla. Stefnt er að því að leggja megi frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári.

Formaður nefndarinnar er Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og aðrir nefndarmenn eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ, og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta