Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skattbyrði minnkuð á lágtekjufólk

Bjarni Benediktsson kynnti fyrirætlanirnar á blaðamannafundi í dag.  - mynd

Skattbyrði lágtekjufólks lækkar um 2 prósentustig verði fyrirætlanir stjórnvalda um breytingar á skattkerfinu samþykktar. Breytingarnar eru í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í febrúar 2018. Þær munu sérstaklega bæta stöðu kvenna, fólks á aldrinum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borgara, þeim sem ekki eiga húsnæði og þeim sem þiggja húsnæðisstuðning.

Bætt verður við nýju neðsta skattþrepi og fjárhæðum til lækkunar skatta beint til lægri millitekju- og lágtekjuhópa samkvæmt fyrirætlunum um breytingar í skattamálum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekjuáhrif skattkerfisbreytinganna nemi um 14,7 milljörðum króna. Hækkun barnabóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun persónuafsláttar umfram verðlag 1,7 ma.kr. Alls nema því tillögur stjórnvalda í tekjuskatti og barnabótum 18. ma.kr.

Stjórnvöld hafa stefnt að því að minnka álögur og líta til jafnaðar. Starfshópur hefur unnið tillögur að breytingum eftir þessum leiðarstefjum. Niðurstaðan af vinnu hópsins er að æskilegt sé að jöfnunin grundvallist meira á þrepum kerfisins en persónuafslætti/skattleysismörkum. Því er mælt með nýju þrepi sem lækkar skatthlutfall sérstaklega fyrir þá sem eru í lægstu tekjutíundunum. Fyrir þá sem eru með mánaðalaun upp á 325 þúsund krónur þýðir þetta aukningu ráðstöfunartekna um 81 þúsund krónur.

Gert er ráð fyrir að breytingarnar komi til framkvæmda í skrefum á árunum 2020-2022.

Tillögur starfshópsins að breyttum skattþrepum, skatthlutfalli, persónuafslætti og skattleysismörkum:

Þrep 1. Skatthlutfall 32,94% þ.a. tekjuskattur 18,5% og meðalútsvar 14,44%.
Þrep 2. Skatthlutfall 36,94% þ.a. tekjuskattur 22,5% og meðalútsvar 14,44%.
Þrep 3. Skatthlutfall 46,24% þ.a. tekjuskattur 31,8% og meðalútsvar 14,44%.
Persónuafsláttur: 56.477 kr. á mánuði eða 677.358 kr. á ári.
Skattleysismörk: 159.174* kr. á mánuði m.v. frádrátt 4% lífeyrisiðgjalda

Dæmi um áhrif aðgerða fyrir barnafólk

 

 

Kynning fjármálaráðherra á blaðamannafundi 19.2.2019

26.2.2019. Fréttatilkynning og glærukynning frá blaðamannafundi hafa verið uppfærðar. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta