Hoppa yfir valmynd
18. maí 2018 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um ómönnuð loftför hjá ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir nú opið samráð um ómönnuð loftför eða dróna. Með samráðinu á að safna upplýsingum um þann ávinning sem gæti orðið af því að nota slík loftför og við hvaða atriðum þarf að gjalda varhuga. Samráðið stendur til 9. júlí 2018.

Reglugerð um almennar reglur í flugi og hlutverk Flugöryggistofnunar Evrópu EASA verður samþykkt síðar á þessu ári. Í henni eru settar nokkrar grundvallarreglur sem framleiðsla ómannaðra loftfara og notkun þeirra þarf að uppfylla. Eftir að reglugerðin hefur tekið gildi mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setja nákvæmari reglur um ómönnuð loftför.

Vænta má að þessar reglur verði innleiddar hér á landi eftir að þær hafa verið teknar upp í EES-samninginn og leysa þar með hólmi núgildandi reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta