Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starfshópur um skráningarkerfi grunnskólanemenda

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa vinnuhóp sem skilgreina skal þarfir skólasamfélagsins fyrir miðlægt skráningarkerfi grunnskólanemenda. Hópurinn mun m.a. skoða hversu umfangsmikið skráningarkerfið skuli vera, til að mynda hvort skrá skuli skólasókn, fjarvistir og aðrar ástæður þeirra, upplýsingar um skólasókn íslenskra grunnskólabarna erlendis og upplýsingar um fjölda sérkennslustunda. Hópurinn mun enn fremur leggja mat á hvernig skráningarkerfi geti komi til móts við þarfir sveitarfélaga og skólastjórnenda við rekstur grunnskóla.

Ráðherra skipar formann starfshópsins án tilnefningar en í hópnum verða einnig fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, skólastjórnendum og fræðsluskrifstofum sveitarfélaga.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta