Mennt er máttur
Miklu skiptir að stjórnendur fyrirtækja sýni í verki skilning á því að hagsmunir starfsmanna eru hagsmunir fyrirtækisins sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherrai þegar hún flutti ávarp við útskrift Stóriðjuskóla ÍSAL.
Mennt er máttur og í menntun felast tækifæri sagði ráðherra og lagði áherslu á mikilvægi starfsmenntunar: „Það hefur lengi verið þörf á því að breyta viðhorfum til starfsmenntunar og hefja hana til vegs og virðingar eins og efni standa til. Með Stóriðjuskólanum eru lögð lóð á þá vogarskál. Ég sagði áðan að í menntun felist tækifæri. Fyrir starfsfólk sem lýkur námi felast tækifærin í framgangi í starfi með aukinni ábyrgð, áhugaverðari verkefnum og hærri launum. Fyrir vinnustaðinn felast tækifærin í færara starfsfólki sem eykur árangur og bætir vinnustaðinn. Betri vinnustaður eykur starfsánægju og starfsmannavelta verður minni en ella."
Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur við útskrift Stóriðjuskólans