Hoppa yfir valmynd
28. maí 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mennt er máttur

Útskriftarnemar Stóriðjuskólans 2008Miklu skiptir að stjórnendur fyrirtækja sýni í verki skilning á því að hagsmunir starfsmanna eru hagsmunir fyrirtækisins sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherrai þegar hún flutti ávarp við útskrift Stóriðjuskóla ÍSAL.

Mennt er máttur og í menntun felast tækifæri sagði ráðherra og lagði áherslu á mikilvægi starfsmenntunar: „Það hefur lengi verið þörf á því að breyta viðhorfum til starfsmenntunar og hefja hana til vegs og virðingar eins og efni standa til. Með Stóriðjuskólanum eru lögð lóð á þá vogarskál. Ég sagði áðan að í menntun felist tækifæri. Fyrir starfsfólk sem lýkur námi felast tækifærin í framgangi í starfi með aukinni ábyrgð, áhugaverðari verkefnum og hærri launum. Fyrir vinnustaðinn felast tækifærin í færara starfsfólki sem eykur árangur og bætir vinnustaðinn. Betri vinnustaður eykur starfsánægju og starfsmannavelta verður minni en ella."

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp Jóhönnu Sigurðardóttur við útskrift Stóriðjuskólans



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta