Hoppa yfir valmynd
29. maí 2002 Heilbrigðisráðuneytið

Afhending gæðastyrkja 2002

Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við
afhendingu styrkja til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni,
Ráðherrabústaðnum 29. maí 2002 kl 12: 00.

Ágætu styrkþegar og aðrir gestir.

Gæðaáætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins var samþykkt árið 1999. Markmið gæðaáætlunarinnar er að allar heilbrigðisstofnanir tileinki sér aðferðir gæðaþróunar og hafi komið á formlegu gæðaþróunarstarfi fyrir lok ársins 2002. Það er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda, stjórna stofnana, framkvæmdastjórna og fagfólks á hverjum stað að vinna að þessu markmiði. Í áætluninni er kveðið á um að ráðuneytið auglýsi styrki til gæðaverkefna einu sinni á ári. Styrkirnir eru ætlaðir til að örva það frumkvæði sem starfsmenn hafa sýnt á liðnum árum.

Í nóvember sl. voru auglýstir styrkir í annað sinn og okkur til mikillar ánægju bárust ráðuneytinu 35 umsóknir. Það er í rauninni svipaður fjöldi og barst eftir að auglýst var í fyrsta sinn en þá bárust 33 umsóknir. Þetta sýnir sannarlega áhuga starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni á að gera sífellt betur.

Í dag eru því afhentir styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni í annað sinn.
Að þessu sinni hafði ráðuneytið 2.650 þús.kr. til ráðstöfunar og því var úr vöndu að ráða því í raun má segja að hvert einasta verkefni hafi verið miklvægt og vel undirbúið.

Verkefnin sem sótt var um styrk til voru af fjölbreyttum toga alls staðar af landinu bæði úr heilsugæslu, sjúkrahúsþjónustu, endurhæfingu o.fl.
Ýmist var um að ræða klínískt verkefni sem snéru að þjónustu við sjúklinga, ýmiss konar gæða- og umbótaverkefni, gerð gæðahandbóka, viðhorfskannanir, fræðsluátak og svo mætti lengi telja.
En niðurstaðan var sem sagt sú að styrkja þau 13 verkefni sem þessi hópur hér stendur fyrir.

Eins og ég sagði áðan þá eru auglýstir styrkir til gæðaverkefna árlega og ég vona svo sannarlega að það berist jafn áhugaverðar og vandaðar umsóknir næst þegar auglýst verður. Þess má geta hér að í lok þessa árs er fyrirhugað að ráðuneytið standi fyrir ráðstefnu um gæðamál í heilbrigðisþjónustnni og þá verður öllum þeim sem sóttu um styrk, einnig þeim sem ekki fengu styrk, boðið að kynna verkefni sín.

Þeir sem styrk hlutu eru:

Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítala- háskólasjúkrahúss en styrkurinn sem hún hlýtur er veittur fyrir verkefni sem ber heitið: Rannsóknar- og þróunarverkefnið RAI- MH.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Guðnýju Önnu Arnþórsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra,
Styrkur: 300 þús. kr.

Sigríður Sía Jónsdóttir, yfirljósmóðir og Arnar Hauksson, yfirlæknir við Miðstöð mæðraverndar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Verkefni: Skimun á meðgöngusykursýki meðal barnshafandi kvenna.
Styrkur: 250 þús.kr.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Hildi Harðardóttur, Reyni Tómas Geirsson, Ástráð Hreiðarsson og starfsfólk mæðraverndar.

Sigrún Knútsdóttir, formaður Gæðanefndar Félags íslenskra sjúkraþjálfara.
Verkefni: Sjálfsmatstæki fyrir sjúkraþjálfara.
Styrkur: 250 þús. kr.
Verefnið er unnið í samstarfi við fulltrúa í Gæðanefnd Félags íslenskra sjúkraþjálfara sem eru Margrét Garðarsdóttir, Sólveig Þráinsdóttir og Þórunn Sveinsdóttir.

Baldur Dýrfjörð, starfsmannastjóri Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar og ritari Gæðaráðs tekur við styrk fyrir hönd FSA
Verkefni: Fræðsluátak í gæðastjórnun fyrir stjórnendur og millistjórnendur.
Styrkur: 250 þús. kr.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Landspítala – háskólasjúkrahús og fleiri heilbrigðisstofnanir.

Björn Guðbjörnsson, dósent í gigtarrannsóknum við Háskóla Íslands og forstöðumaður beinþéttnimóttöku við Fjórðungssjúkrahús Akureyrar.
Verkefni: Skilvirkni beinþéttnimælinga - er hinn mældi upplýstur ?
Styrkur: 200 þús.kr.

Kristrún Þórkelsdóttir, verkefnisstjóri gæðamála, svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði, Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
Verkefni: Gæðaþróunarstarf á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði.
Styrkur: 200 þús. kr.

Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Verkefni: Könnun á viðhorfum íbúa Þingeyjarsýslu til þjónustu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.
Styrkur: 200 þús. kr.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Guðrúnu Árný Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðing og gæðastjóra.

Baldur Dýrfjörð, starfsmannastjóri Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar og ritari Gæðaráðs tekur við styrk fyrir hönd sjúkrahússins.
Verkefni: Gæðahandbók fyrir lækningar og hjúkrun á FSA.
Styrkur: 200 þús. kr.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Landspítala – háskólasjúkrahús.

Anna Dagný Smith, hjúkrunarfræðingur, Heilsugæslustöðinni Seltjarnarnesi.
Verkefni: Unglingamóttaka – móttaka fyrir ungt fólk 13 – 20 ára.
Styrkur: 200 þús. kr.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Ágústu Dúu Jónsdóttur hjúkrunarforstjóra.

Herdís Clausen, hjúkrunarforstjóri, Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, tekur hér við styrk fyrir hönd Birgis Gunnarssonar framkvæmdastjóra.
Verkefni: Könnun á viðhorfi til innlagnar, dvalar og útskriftar á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks.
Styrkur: 200 þús. kr.

Helga Bragadóttir, sviðsstjóri hjúkrunar Landspítala – háskólasjúkrahúsi, barnasviði.
Verkefni: Gæðakönnun á barnadeildum.
Styrkur: 150 þús. kr.
Verkefnið er unnið í samstarfi við hjúkrunarfræðinga á barnasviði.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, verkefnisstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúsi, barnasviði.
Verkefni: Klínískar leiðbeiningar í barnahjúkrun á rafrænu formi.
Styrkur: 150 þús. kr.
Verkefnið er unnið í samstarfi við hjúkrunarfræðinga á barnasviði.

Borghildur María Bergvinsdóttir, forstöðumaður elhúss, Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar.
Verkefni: Gæðastýring og gæðaeftirlit í eldhúsi Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar.
Styrkur: 100 þús. kr.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri og leitað verður eftir aðstoð frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Ég þakka styrkþegum fyrir fróðleg og áhugaverð verkefni. Þau eru öll afar vel undirbúin og sum hver komin af stað og ég er sannfærður um að þau muni koma skjólstæðingum heilbrigðisþjónustunnar til góða.

______________
Talað orð gildir




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta