Hoppa yfir valmynd
13. september 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Úttekt á opinberum vefjum í sjöunda sinn

Nú stendur yfir í sjöunda sinn úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Úttektin er mikilvæg leið til að fylgjast með og stuðla að þróun opinberra vefja. Samhliða þessari úttekt er nú  jafnframt gerð úttekt á öryggi opinberra vefja.

Alls eru um 240 vefir skoðaðir með tilliti til innihalds, nytsemi, aðgengis, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku á vefjum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið við fyrirtækið Sjá ehf. um þennan þátt úttektarinnar.

Fjölgað hefur ýmiss konar netárásum og netglæpum þar sem opinberir vefir eða vefir stórfyrirtækja eru oft skotmarkið og er öryggisúttektin liður í því að auka öryggi vefja. Úttektin hófst í júlí. Hefur ráðuneytið samið við Svavar Inga Hermannsson upplýsingaöryggissérfræðing um verkefnið. Verða vefirnir skannaðir með forritum til að kanna veikleika í öryggi þeirra. Auk þessarar skoðunar verða 40 vefir skoðaðir ítarlegar í því skyni að leita eftir hugsanlegum öryggisveikleikum. Ábyrgðarmenn vefjanna fá stutta skýrslu með ábendingum um veikleika og mögulegar úrbætur að lokinni úttekt.

Niðurstöður kynntar á UT-deginum

Niðurstöður úttektanna verða kynntar á UT-deginum 30. nóvember næstkomandi. Fyrirhugað er að veita viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagsvefinn eins og gert hefur verið í fyrri könnunum. Samspil af stigafjölda og upplifun notenda/dómnefndar ræður úrslitum. Niðurstöður öryggisúttektar verða hins vegar ekki sundurliðaðar eftir vefjum og einungis forstöðumenn og vefstjórar munu fá upplýsingar um öryggi sinna  vefja. 

Nánari upplýsingar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta