Hoppa yfir valmynd
29. september 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum í mannvirkjarannsóknarsjóðinn Ask

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði fyrir árið 2022. Umsóknarform og allar nánari upplýsingar eru á vefsíðu Asksins en styrkir úr sjóðnum eru veittir á samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og innviðaráðuneytið.

Askur – mannvirkjarannsóknarsjóður veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegu, áskorunum á sviði mannvirkjagerðar. Áherslur sjóðsins snúa einum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors. Við hverja úthlutun er horft til þarfa, eðlis og áskorana á sviði mannvirkjagerðar, áherslu á nýsköpun og markmiða um sjálfbærni.

Þættir sem Askur leggur sérstaka áherslu á árið 2022 eru byggingargallar, raki og mygla, byggingarefni, orkunýting og losun, tækninýjungar og gæði.

Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2022.

Auglýsing HMS um styrkina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta