Til umsagnar: Breytingar á reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum
Meðfylgjandi eru til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. Breytingarnar snúa fyrst og fremst að því að fella úr reglugerðinni ákvæði um húsnæði og færa þau í sérstaka reglugerð um sértæk húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk.
Auk þess að aðskilja umfjöllun um þjónustu annars vegar og húsnæði hins vegar felast áformaðar breytingar í því að fellt verður úr gildi ákvæði um að þjónusta á heimili miðist við 18 ára aldur. Eins verða felld niður ákvæði sem fjalla um samninga um þjónustu en í þeirra stað er lagt til að annars vegar verði gerður leigusamningur um húsnæðisúrræði og hins vegar einstaklingsáætlanir sem fjalli um þjónustu við viðkomandi.
Frestur til að skila umsögnum er til 29. mars næstkomandi.
Umsagnir skal senda á netfangið [email protected] og skrifa í efnislínu: Umsögn um breytingar á reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum.
- Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum
- Reglugerð um sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk