Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mat á dánar- og lífslíkum við tryggingafræðilega athugun hjá lífeyrissjóðum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísar til 14. gr. reglugerðar nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, þar sem við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Ráðuneytið fellst á tillögur félagsins og tilkynnir hér með að við tryggingafræðilega athugun hjá lífeyrissjóðum skuli byggt á tilvitnuðum töflum við tryggingafræðilega athugun, sbr. 39. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Í tilkynningu þessari felst útgáfa nýrra taflna af hálfu ráðuneytisins.

Dánar- og eftirlifendatöflur byggðar á árunum 2010-2014, tillögur Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta