Þjóðaröryggisráð fundar um viðbrögð og viðbúnað vegna COVID-19
Í dag var haldinn upplýsinga- og stöðufundur í þjóðaröryggisráði um viðbrögð og viðbúnað hér á landi vegna COVID-19.
Gestir fundarins voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins, Alma Möller landlæknir, Margrét Kristín Pálsdóttir settur aðstoðarríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Á fundinum var farið yfir stöðu mála og viðbúnað almannavarna og heilbrigðiskerfisins vegna heimsfaraldursins.