Umsóknir um embætti héraðsdómara
Fréttatilkynning
40/2005
Hinn 9. desember sl., rann út umsóknarfrestur um embætti héraðsdómara sem mun eiga fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2006 að telja. Umsækjendur eru fimm talsins en þeir eru:
Alma V. Sverrisdóttir, löglærður fulltrúi við embætti sýslumannsins í Reykjavík,
Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, nú settur héraðsdómari við sama dómstól,
Bergþóra Sigmundsdóttir, löglærður fulltrúi við embætti sýslumannsins í Reykjavík,
Pétur Dam Leifsson, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri,
Sandra Baldvinsdóttir, lögfræðingur á lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.
Umsóknir ásamt gögnum verði nú sendar dómnefnd samkvæmt 4.mgr. 12.gr. laga um dómstóla sem fjallar um og lætur dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur.