Hoppa yfir valmynd
3. júní 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir forsetakosningar 2020.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir forsetakosningar 2020.


Sendiráðið mun hafa opið sérstaklega fyrir kosningar. 
Þriðjudaginn 9. júní milli kl. 15:00 og 19:00. 
Aðrir tímar fyrir kosningar í sendiráðinu frá og með næstu viku eru: mið.10/6, fös.12/6, þri.16/6 og fim.18/6 milli kl. 13:00 og 15:00.

Kjósendur eru hvattir til að vera tímalega á kjörstað í ár, þar sem að kjósendur þurfa eins og áður sjálfir að koma sínum atkvæðum á kjörstað á Íslandi. Skv upplýsingum frá Íslandspósti má gera ráð fyrir að póstsendingar á milli Íslands og Noregs taka 2-3 dögum lengri tíma en venjulega. Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd.

Athugið að sérstakar ráðstafanir eru gerðar á kjörstað til að minnka hættu á kórónusmiti m.a. eftirfarandi:
Kjósendur skulu hafa meðferðis eigin penna.
Einungis sá sem ætlar að kjósa skal koma í sendiráðið, ef fleiri eru í föruneyti þurfa þeir að bíða utandyra (gildir einnig á ræðisskrifstofum).
Kjósendur skulu sótthreinsa hendur við komu í sendiráðið.
Fáum í einu verður hleypt inn í sendiráðið í einu og biðjum við kjósendur vinsamlega um að sýna biðlund þegar margir eru á staðnum í einu.

🗳 ATKVÆÐAGREIÐLA Á RÆÐISSKRIFSTOFUM 🗳
Álasund: skv samkomulagi við ræðismann.
Bergen: laugardagana 6., 13. og 20. júní milli kl. 13:00 og 15:00.
Bodö: fimmtudag og föstudag 4. og 5. júní kl. 16-18.
Haugesund: alla virka daga milli kl. 9:00 og 15:00.
Kristiansand: skv samkomulagi við ræðismann.
Stavanger/Sandnes: fimmtudaginn 4. júní kl. 15:30-18:30 og skv samkomulagi við ræðismann.
Tromsö: skv samkomulagi við ræðismann.
Trondheim: laugardagana 6., 13. og 20. júní milli kl. 13:00 og 15:00.
Upplýsingar um ræðisskrifstofur í Noregi, heimilisföng þeirra, símanúmer og netföng er hægt að nálgast hér

Ef kjósendur eru efins um hvort þeir séu skráðir á kjörskrá á Íslandi, þá má ganga úr skugga um það í gegn um Þjóðskrá Íslands, en einnig má lesa um reglur um kosningarétt á heimasíðu þeirra: https://skra.is/…/eg-i-thjodskra/kjorskra-og-kosningarettur/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta