Ný reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur gefið út nýja reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur gefið út nýja reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar. Reglugerðin er birt í Stjórnartíðindum í dag, 23. janúar 2008, og tekur gildi þegar í stað.
Reglugerðin, sem byggist á því grundvallaratriði að efnalítið fólk geti leitað réttar síns fyrir dómstólum, leysir af hólmi reglugerð um starfshætti gjafsóknarnefndar frá árinu 2000. Í reglugerðinni er fjallað með fyllri hætti en áður um skilyrði gjafsóknar, hvenær nægilegt tilefni sé til veitingar gjafsóknar, þau atriði sem líta ber til við mat á fjárhagsstöðu umsækjanda og heimildir til takmörkunar á gjafsókn.