Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Hæfnisnefnd hefur störf

Nefnd sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana hóf í dag störf vegna umsókna um starf forstjóra Landspítalans.

Arneyju Einarsdóttur, lektor, hefur verið falið að gegna formennsku í nefndinni vegna umsókna um forstjórastarf LSH. Aðrir í nefndinni eru Halldór Jónsson, forstjóri FSA og Haraldur Briem sóttvarnalæknir.

Þrír nefndarmenn viku sæti vegna vanhæfis, þau Guðfinna Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, Anna Lilja Gunnarsdóttir, varamaður Guðfinnu og Jóhannes Pálmason.

Umsóknarfrestur um starf forstjóra Landspítala rann út 30. júlí síðastliðinn og sóttu sex um stöðuna. Nefndin skal skila umsögn um umsækjendur til ráðherra innan sex vikna frá því umsóknarfresti lauk.

Hæfnisnefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Hafa nefndinni verið settar starfsreglur með auglýsingu nr. 295/2009.

Heilbrigðisráðherra skipar í stöðu forstjóra Landspítala að undangengnu hæfnismati, en ráðið verður í hana til fimm ára frá 1. október næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta