Hoppa yfir valmynd
24. október 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi

Vestmannaeyjahöfn - myndHugi Ólafsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi og hefur hún nú þegar tekið gildi. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja fullnægjandi mengunarvarnir við meðhöndlun á olíu, lýsi, og líkum efnum.

Sama gildir um alla vinnslu á olíu, lýsi og grúti, íblöndun efna í eldsneyti og eldsneytisgerð. Markmiðið er einnig að skýra ábyrgð dreifingaraðila og eigenda þessara efna þegar mengunaróhöpp verða og tryggja að gripið sé til viðunandi aðgerða.

Reglugerðin kemur í stað eldri reglugerðar frá 1994. Starfsemi olíubirgðastöðva, afgreiðslustöðva fyrir olíur, bensín, lífdísel og annars lífeldsneytis fellur undir nýju reglugerðina, hvort sem um er að ræða hefðbundnar bensínstöðvar, afgreiðslustöðvar fyrir skip og báta eða flugvélar. Eins tekur reglugerðin til neyslugeyma, bryggjugeyma, húsageyma og lausageyma og búnaðar við þá.

Þá eru í reglugerðinni listar yfir staðla sem gilda um gerð og búnað olíumannvirkja og vísast til þeirra við byggingu nýs búnaðar.

Reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta