Úthlutanir Starfsmenntaráðs
Starfsmenntaráð styrkir verkefni fyrir tæpar 50 milljónir
Starfsmenntaráð hefur úthlutað styrkjum til 38 verkefna, samanlagt að upphæð kr. 48.740.000. Í upphafi árs 2002 ákvað Starfsmenntaráð að þrenns konar verkefni skyldu eiga möguleika á styrk úr starfsmenntasjóði árið 2002; í fyrsta lagi þau er tengjast starfsmenntun og upplýsingatækni (áætlaðar 25 milljónir), í öðru lagi verkefni sem stuðla að auknum gæðum starfsmenntunar með áherslu á þjálfun leiðbeinenda (áætlaðar 20 milljónir) og í þriðja lagi verkefni tengd starfsmenntun fatlaðra (áætlaðar 5 milljónir). Alls bárust umsóknir um styrki til 57 verkefna að upphæð kr. 142.469.969. Frá árinu 1992 hefur Starfsmenntaráð veitt hátt í 550 milljónum króna til tæplega 700 starfsmenntaverkefna sem hafa það að markmiði að efla hæfni starfsfólks og styrkja stöðu atvinnugreina og fyrirtækja hér á landi.
Hæstu styrkirnir sem veittir voru að þessu sinni til einstakra verkefna, námu þremur milljónum króna og fóru til Menningar- og fræðslusambands alþýðu (MFA) annars vegar og Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða hins vegar. Styrkurinn sem veittur var MFA og samstarfsaðilum, verður notaður í að bjóða lagnamönnum á vegum veitna og fjarskiptafyrirtækja sem búsettir eru á landsbyggðinni, upp á námskeið í jarðlagnatækni, með fjarfundabúnaði. Styrkurinn til Upplýsingar, verður settur í menntun ófaglærðra bókavarða sem eru starfandi á bókasöfnum og upplýsingamiðstöðvum víða um land. Gerð verða námsgögn sem nota má í fjarnámi sem og staðbundnu námi. Aðrir styrkir voru að upphæð frá 200 þúsund krónur að 2,5 milljónum króna.
Verkefnin eru mjög fjölbreytt. Eitt þeirra snýst um að þjálfa leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu á Austurlandi en hugmyndafræðin sem notuð er í fullorðinsfræðslu er mjög frábrugðin þeirri sem á við fræðslu yngra fólks. Annað verkefni gengur út á að búa til vefbundið námskeið um vinnuálag, kvíða og líkmleg einkenni, hið þriðja um að fullvinna rafrænan námsráðgjafa fyrir almenning sem staðsettur verður á Upplýsingaveitu Menntar en niðurstöður úr ráðgjöf munu tengja notandann beint við upplýsingar um það nám sem fellur að áhugasviði einstaklingsins. Þá var einnig veittur styrkur til verkefnis sem hefur það að markmiði að efla samskipti fatlaðra og ófatlaðra á vinnumarkaði.
- Rétt til að sækja um styrki Starfsmenntaráðs eiga samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök fyrirtæki, einkaaðilar eða opinberir sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Einnig skólar ef um er að ræða samstarf framangreindra aðila. Starfsmenntaráð starfar samkvæmt lögum nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu og heyrir undir félagsmálaráðherra. Í því eiga sæti sjö fulltrúar, tveir frá Alþýðusambandi Íslands, einn frá BSRB, þrír frá Samtökum atvinnulífsins og einn fulltrúi félagsmálaráðherra.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason ritari Starfsmenntaráðs í síma 895 9636.
www.starfsmenntarad.is
www.starfsmenntarad.is
Styrkþegi | Verkefni | Styrkur |
ANZA | Vefnámsk. í uppl.öryggi skv. ISO / IEC 1779 |
1.500.000 |
Barnaverndarstofa | Foster Pride, þjálfun leiðbeinenda |
2.000.000 |
Félag málmiðnaðarmanna Akureyri | Námskeið fyrir málmiðnaðarmenn á Akureyri |
200.000 |
Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra | Kennslub. í öldrunarhj. f. sjúkral.nema í fjarnámi v. FNV |
300.000 |
Fjölbrautaskóli Suðurnesja | Veisimar |
500.000 |
Framvegis-miðst. um sím. í Rvík | Kennslufr. fullorðinsfr. og þjálfun leiðb. |
2.000.000 |
Fræðslunet Austurlands | Markviss í fyrirtækjum og stofnunum á Austurl. |
300.000 |
Fræðslunet Austurlands | Þjálfun leiðbeinenda fullorðinsfræðslu |
240.000 |
Fræðsluráð málmiðnaðarins | HL Hreint loft. |
2.000.000 |
Fræðsluráð málmiðnaðarins | Tilsjónarmenn VSN. |
1.000.000 |
Fræðslusetrið Starfsmennt | "Að treysta grunninn" |
2.500.000 |
Hjörleifur Harðarson | Aðgengi fyrir blinda á netinu |
200.000 |
Iðntæknistofnun | Matvæli-leit |
500.000 |
Iðntæknistofnun | Samtal |
500.000 |
Jón Hermannsson | Viltu læra íslensku |
2.000.000 |
Kennaraháskóli Íslands | Greiningartæki til að kanna færni í upplýsingatækni |
500.000 |
Leikskólar Reykjavíkur | Nýliðaþjálfun og námskeið fyrir nýliða |
750.000 |
Meistarafélag í hárgreiðslu | Markviss þjálfun fyrir keppni í hársnyrtiiðn |
500.000 |
MFA | Vinnuálag, kvíði og líkamleg einkenni |
1.500.000 |
MFA | Jarðlagnatækni í fjarfundarbúnaði |
3.000.000 |
Mennt | Rafrænn námsráðgjafi |
2.500.000 |
Menntafélag byggingariðnaðarins | Þarfagreining - Handbók |
2.000.000 |
Miðstöð sím. á Suðurn. | Kennsla fullorðinna |
750.000 |
Námsfl. Hafnarfj. - Miðstöð sím. | Starfsþjálfun leiðbeinenda vinnuskóla |
750.000 |
Nuddskóli ísl./Fél. ísl. nuddar | Kennslubók í svæðanuddi |
200.000 |
Opnar gáttir ehf | Grunnþættir í gerð vefbundins náms |
1.500.000 |
Prenttæknistofnun | Þjálfun leiðbeinenda í prentiðnaði |
1.500.000 |
Rafiðnaðarskólinn | Símenntun gegnum samstarf á vefnum |
2.500.000 |
Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. | Fræðsla, undirstaða öryggis |
500.000 |
Rannsóknast. Háskólans á Ak. | Vefbundið sjálfsnám með stuðningi |
1.000.000 |
RTV-Menntastofnun ehf. | Þjálfaraþjálfun: Kennslut. f. kennara í sí- og endurm. |
2.500.000 |
Samsk.miðst. heyrnarl. og heyrnarsk. | BITEMA (Bilingual Teaching Material for the Deaf |
800.000 |
Sím.miðst. Eyjafj. - SÍMEY | Fjölvirkjafræðsla |
750.000 |
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi | Efling samskipta fatlaðra og ófatlaðra á vinnumark. |
1.000.000 |
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. | Kennsluvefur |
1.500.000 |
SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu | Námsbraut verslunarstjóra |
2.500.000 |
Upplýsing - Fél. bókas.- og uppl.fr. | Starfsnám fyrir ófaglærða bókaverði |
3.000.000 |
Vátryggingafélag Íslands | Vefbundið námsefni vegna lögboðinna brunatr. |
1.500.000 |
34 aðilar | 38 verkefni |
48.740.000 |