Hoppa yfir valmynd
16. mars 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um brotthvarf úr skólum: Áhrif menntunar foreldra hefur mest áhrif

Karen Kjartansdóttir, málþingsstjóri, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélag, Hrönn Baldursdóttir, fulltrúi Félags náms- og starfsráðgjafa og Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands - mynd

Í gær stóð Velferðarvaktin fyrir fjölmennu málþingi Brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæra? í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið á Grand Hótel. Streymt var frá þinginu.

Meginefni þingsins var að kynna og fá viðbrögð helstu hagaðila við nýrri skýrslu, Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.

Skýrsluna unnu  Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og Helgi Eiríkur Eyjólfsson, sérfræðingur, en í henni eru gögn Hagstofu Íslands og mennta- og barnamálaráðuneytis greind og horft til félagslegs og efnahagslegs bakgrunns nemenda ásamt námsárangri á grunnskólastigi. Í skýrslunni kemur fram að áhrif menntunar foreldra hefur hvað mest áhrif einstakra bakgrunnsþátta á brotthvarf nemenda úr skólum. Þá eru börn einstæðra foreldra, öryrkja og innflytjenda í mestri brotthvarfshættu.

Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar: „Skýrslan sannar að sum börn hafa minni tækifæri til menntunar en önnur sökum félagslegra og efnahagslegra þátta. Á þinginu kom fram samstaða um að bregðast yrði við þeirri stöðu í samstarfi margra aðila. Fulltrúar stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, sýndu vilja til að hafa forystu um það. Við bindum því vonir við að skýrslan nýtist sem gott verkfæri í þeirri vinnu. “

Hér að neðan má sjá upptöku af þinginu (tæpar 2. klst). 

 

 

Bakgrunnsþættir sem auka líkurnar á að vera utan skóla án þess að hafa lokið prófi við 22 ára aldurinn (log-odds ratios)

Bakgrunnsþættir sem auka líkurnar á að vera utan skóla án þess að hafa lokið prófi við 22 ára aldurinn (log-odds ratios)

  • Frá málþingi um brotthvarf úr skólum - mynd
  • Málþing um brotthvarf úr skólum: Áhrif menntunar foreldra hefur mest áhrif - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta