Stjórn Rannsóknasjóðs 2016-2019 skipuð
Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag stjórn Rannsóknarsjóðs, sbr. 4. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir.
Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag stjórn Rannsóknarsjóðs, sbr. 4. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Skipunartími stjórnarinnar er til 22. febrúar 2019 og er hún skipuð sem hér segir.
- Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, formaður, varamaður: Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands,
- Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, varaformaður, varamaður: Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands,
- Freygarður Þorsteinsson, Össuri hf., varamaður: Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Háskóla Íslands,
- Þóra Steingrímsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, varamaður: Stefán B. Sigurðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.
- Steinunn Gestsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, varamaður: Karl Konráð Andersen, prófessor við Háskóla Íslands.
Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Stjórn Rannsóknasjóðs fer jafnframt með stjórn Innviðasjóðs.