Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2018
Nú liggur fyrir endurskoðuð áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri á árinu 2018, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 351/2002. Áætlað er að framlögin nemi samtals 2.296 m.kr. á þessu ári.
Framlögin eru veitt á grundvelli umsókna sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda er lögheimili eiga í sveitarfélaginu, óháð því hvar nemendurnir fá kennslu.