Ný vinnunefnd CEN um rafræna reikninga
Í síðustu viku barst frétt um stofnun vinnunefndar um samevrópskan staðal fyrir rafrænna reikninga undir merkjum CEN, Staðlasamtaka Evrópu. Staðlaráð níu Evrópulanda hafa lofað stuðningi sínum, þar á meðal Ísland. Búist er við að nefndin taki til starfa á haustmánuðum. Vinnuhópar CEN/BII, OpenPeppol, UN/Cefact og fleiri fylgjast með af áhuga.
ICEPRO fylgist grannt með málinu og birtir upplýsingar um leið og þær berast.