Fræðsla til að draga úr hættu á misnotkun almannaheillafélaga
Stýrihópur dómsmálaráðherra um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hefur gefið út nýjan fræðslubækling.
Nýi bæklingurinn beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Líkt og önnur félög geta almannaheillafélög verið misnotuð með ýmsum hætti. Dæmi um slíka misnotkun er til að mynda peningaþvætti, fjársvik, skattsvik og fjármögnun hryðjuverka.
Í bæklingnum er lögð áhersla á leiðbeiningar til að draga úr mögulegri misnotkun á almannaheillafélögum til fjármögnunar hryðjuverka, en þær nýtast einnig til að draga úr áhættu á annars konar misnotkun.
Á þessari slóð má lesa fræðslubæklinginn: Almannaheillafélög - fræðsluefni.pdf