Nærri 100 skráðir á umferðarþing
Tveggja daga umferðarþing verður sett næstkomoandi fimmtudag með ávarpi Karls Ragnars, forstjóra Umferðarstofu, í kjölfarið flytur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarp. Ráðherra afhendir þá einnig ,,Umferðarljósið? ? verðlaunagrip Umferðarráðs en verðlaunin eru veitt einstaklingi, samtökum eða stofnun sem unnið hafa árangursríkt eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála.
Að umferðarþingi standa samgönguráðuneytið, Umferðarráð og Umferðarstofa og er þingið haldið annað hvert ár. Nálega 100 manns eru skráðir á þingið en tekið er ennþá við skráningu á vef Umferðarstofu.
Dagskrá þingsins er skipt í fimm hluta:
- Öruggari vegir, götur og umhverfi vega.
- Forvarnir og löggæsla.
- Öruggari ökutæki – öruggari ökumenn – ungir ökumenn.
- Áfengi, lyf, þreyta, slysarannsóknir.
- Umferðaröryggi í alþjóðlegu samhengi.
Flutt verða fjölmörg erindi og á síðasta hluta umferðarþingsins, síðdegis á föstudag, munu umræðuhópar fjalla um einstaka efnisflokka og gera grein fyrir umræðum sínum. Þinginu lýkur síðan með því að lagðar verða fram ályktanir.