Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2007 Innviðaráðuneytið

Reglur um ökuhæfni verði endurskoðaðar

Rannsóknarnefnd umferðarslysa beinir því til samgönguyfirvalda að endurskoða strax reglur um ökuhæfni og heilbrigðisskilyrði. Bent er á að fleiri aðilar verði fengnir til samráðs svo sem heilbrigðisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og lögreglustjórar.

Nefndin hefur gefið út svokallaða varnaðarskýrslu þar sem bent er á að veikindi ökumanna hafi í 13 tilvikum árin 1998 til 2007 verið greind sem meginorsök slyss. Af þessum 13 tilvikum var vitað um veikindu manna í 11 tilvikum. Í fimm tilvikum var um hjarta- eða æðasjúkdóma að ræða, í tveimur geðræn vandamál, í tveimur sykursýki og í tveimur flogaveiki.

Í inngangi skýrslu RNU segir að algengt sé að veikindi og sjúkdómar tengist umferðarslysum sem meginorsök eða meðvirkandi þáttur. Greint er frá þeim tilvikum sem nefndin hefur rannsakað og varða veikindi og ökumenn. Telur nefndin brýnt að umferðarlögin verði endurskoðuð með áherslu á viðbrögð við aðstæðum þegar sjúkdómar, nauðsynleg lyfjanotkun og öldrun hafa sannanlega áhrif á ökuhæfni manna. Setja þurfi sértækar reglur um mat á ökuhæfni og er meðal annars bent á að kalla eftir samráði frá landlækni vegna málsins. Einnig er bent á að missir ökuréttinda geti haft mjög neikvæð áhrif og fjárhaglegar afleiðingar og vega þurfi og meta þá hagsmuni sem í húfi eru.

Lesa má varnaðarskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta