Skráningu að ljúka á málþing um sveitarstjórnarmál
Skráningu lýkur um miðja viku á málþingið um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem innanríkisráðuneytið og Háskólinn á Akureyri standa fyrir á Akureyri næstkomandi föstudag, 10. febrúar. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á netfangið [email protected].
Á málþinginu verður meðal annars skýrt frá könnun meðal sveitarstjórnarmanna og alþingismanna um afstöðu þeirra til lýðræðismála, sameiningarmála og samvinnu sveitarfélaga. Þá verða flutt erindi um stöðu og stefnu varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins. Málþingið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. febrúar, hefst klukkan 11 og stendur til 15.
Málþingið er opið öllu áhugafólki um sveitarstjórnarmál. Aðgangur er ókeypis en boðið verður uppá hádegishressingu. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni á vefnum á slóðinni:
http://video.unak.is/player/?e=42bdffc8-9173-4d76-b92c-21fd92451ff1
- Sjá má nánari dagskrá og upplýsingar á vef ráðuneytisins.