Hoppa yfir valmynd
17. mars 2022

Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur hittir indverska rithöfunda, listamenn og fjölmiðlafólk

Kristín Ragna les úr verkum sínum í Shiv Nadar menntaskólanum  - mynd

„Heimsóknin til Indlands og samtöl við fólkið hér hefur haft djúp áhrif á mig og verk mín í framtíðinni,“ sagði Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur og myndlistarkona í ávarpi sínu í  móttöku í boði Guðna Bragasonar sendiherra fyrir rithöfunda, listafólk og fjölmiðlafólk Kristínu Rögnu og manni hennar Gunnlaugi Stefánssyni hljóðfæraleikara til heiðurs. Í Delí las Kristín Ragna úr verkum sínum í Shiv Nadar menntaskólanum og Eureka bókabúðinni, sem er aðili að Bookaroo barnabókahátíðinni, sem fram fer í nokkrum borgum Indlands á hverju hausti. Áður hafði rithöfundurinn tekið þátt í bókmennahátíðinni í Jaipur. Kristín Ragna og Gunnlaugur eru líklega fyrstu Íslendingar úr heimi hinna fögru lista sem heimsækja Indland eftir að COVID-19 ástandið hófst, sagði sendiherra í ávarpi sínu. Heimsókn Kristínar Rögnu var skipulögð af sendiráðinu í Delí með stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmennta og utanríkisráðuneytisins.

  • Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur hittir indverska rithöfunda, listamenn og fjölmiðlafólk - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta