Ráðstefna um börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra
Dagana 31. október og 1. nóvember stendur félagsmálaráðuneytið fyrir ráðstefnu um börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra, í samvinnu við NSH (Nordiska samarbetsorganet för handikappfrågor) og vinnu- og félagsmálaráðuneytið í Noregi. Ráðstefnan ber yfirskriftina Barn með nedsatt funksjonsevne og deres familier, Nye ideer - utfordringer for fremtide!
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 09:00 mánudaginn 31. okóber og lýkur kl.12.00 þriðjudaginn 1. nóvember. Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar.
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna til 7. október á enskri heimasíðu félagsmálaráðuneytisins og er ekkert ráðstefnugjald.