Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundaði með forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar - myndBIG

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Guy Ryder, forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur forsætisráðherra fundar með forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (International Labour Organization – ILO).

Tilefni heimsóknar forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er ráðstefna um framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði („Future of Work“) sem stendur yfir í dag og á morgun í Hörpu. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í tilefni þess að öld er liðin frá því að stofnunin tók til starfa.

Aldarafmæli Alþjóðavinnumálastofnunarinnar verður minnst með margvíslegum hætti á þessu ári en stofnunin hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta