Hoppa yfir valmynd
7. mars 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Fækkun fóstureyðinga

Tíðni fóstureyðinga hjá íslenskum konum hefur lækkað verulega síðustu fimm ár, úr 15,6 á hverjar 1000 konur á aldrinum 15-44 ára árið 2000 í 13,5 árið 2005. Mest er breytingin meðal ungra kvenna á aldrinum 15-19 ára. Árið 2000 voru fóstureyðingar samtals 257 í þessum aldurshópi en voru 163 árið 2005. Þetta kemur fram í tölum sem Landlæknisembættið hefur tekið saman um fjölda fóstureyðinga hjá konum með lögheimili á Íslandi á árunum 1961 til ársloka 2005. Samanburður við aðrar Norðurlandaþjóðir sýnir að fóstureyðingar eru nú næst fæstar hér á landi á hverjar 1000 konur. Landlæknisembættið rekur fækkun fóstureyðinga einkum til tilkomu neyðargetnaðarvarna, aukins aðgengis að þeim og öflugs fræðslu- og forvarnarstarfs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta