Skýrsla um störf Íslands á vettvangi WHO árið 2006
Lögð hefur verið fram á Alþingi skýrsla Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um starf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) árið 2006. Í skýrslunni er greint frá starfi Íslands á vettvangi WHO og fjallað helstu mál sem rædd voru á alþjóðaheilbrigðisþinginu og fundum framkvæmdastjórnar á starfsárinu. Ísland átti fulltrúa í framkvæmdastjórn WHO frá 2003 til 2006 og þar af gegndi fulltrúi Íslands Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, stöðu formanns í framkvæmdastjórninni frá maí 2004 til maí 2005.
Skýrsluna má nálgast á vef Alþingis.