Hoppa yfir valmynd
16. mars 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Aukin þjónusta við fyrrverandi vistmenn

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið Landlækni að tryggja að sú geðheilbrigðisþjónusta sem boðin hefur verið fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkurheimilisins standi einnig til boða þeim sem dvalið hafa langdvölum á öðrum stofnunum sem reknar hafa verið af framlögum ríkis eða sveitarfélaga og sem þolað hafa ofbeldi af hálfu starfsmanna og/eða annarra vistmanna.

Um einstaklingsbundna aðstoð er að ræða og ræðst umfang hennar af þörfum hvers og eins. Óskað verður eftir samstarfi við samtökin Stígamót sem hafa mikla reynslu á þessu sviði og sérstaklega verður hugað að vanda heyrnarlausra. Geðsvið Landsspítala-háskólasjúkrahúss mun annast móttöku og meta þörf þeirra sem telja sig þurfa á þessari aðstoð að halda. Úrræðið sem hér er boðið upp á er tímabundið og er þeim sem vilja nýta sér það bent á að hringja í síma 543 1000 virka daga milli kl. 9:00 og 16:00 fyrir 31. maí næstkomandi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta