Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007
Þann 24. apríl nk. mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra veita Íslensku lýðheilsuverðlaunin í fyrsta skipti. Verðlaununum er ætlað að styðja framtak stofnana, félagasamtaka eða fyrirtækja til að bæta heilsu landsmanna. Auglýst verður eftir tilnefningum til verðlaunanna á næstu dögum og er frestur til að senda inn tilnefningar til 11. apríl nk.
Hægt er að tilnefna stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki sem hafa lagt sig fram um að stuðla að bættu heilsufari landsmanna, eða einstakra þjóðfélagshópa, umfram lögbundið hlutverk eða markmið. Tilnefningum þarf að fylgja greinargóður rökstuðningur fyrir því hvers vegna viðkomandi stofnun, félagasamtök eða fyrirtæki verðskuldi verðlaunin. Meðal annars þarf að koma fram með hvaða hætti sá sem tilnefndur er hefur stuðlað að bættri lýðheilsu s.s. með aukinni hreyfingu, bættu mataræði, eflingu geðheilbrigðis, reykleysi, áfengis- og vímuvörnum eða öðrum þáttum sem hafa áhrif á lífsstíl og heilsu landsmanna.
Tilnefningum ber að skila til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Vegmúla 3, 150 Reykjavík á þar til gerðum eyðublöðum. Einnig má senda útfyllt eyðublöð sem viðhengi með tölvupósti á [email protected].
Eyðublað fyrir tilnefningar (doc 583KB)
Auglýsing um lýðheilsuverðlaun (pdf 46.7KB)