Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2011 Innviðaráðuneytið

Ný flugvélamyndabók frá Baldri Sveinssyni afhent innanríkisráðuneytinu

Baldur Sveinsson hefur gefið út fimmtu flugvélamyndabók sína, þá fjórðu sem hann gefur út sjálfur. Baldur afhenti Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og ráðuneytinu nýjustu bókina ásamt þeim eldri en allar hafa þær að geyma myndir af íslenskum og erlendum flugvélum.

Baldur Sveinsson sýnir Ögmundi Jónassyni nýjustu flugvélamyndabók sína.
Baldur Sveinsson sýnir Ögmundi Jónassyni nýjustu flugvélamyndabók sína.

Baldur Sveinsson sýnir Ögmundi Jónassyni nýjustu flugvélamyndabók sína.Í fyrstu bók Baldurs eru myndir af flugvélum á og yfir Íslandi en Mál og menning gaf hana út árið 2007. Baldur hefur síðan bætt nýrri bók við á hverju ári og annast útgáfuna sjálfur í firma sínu Flugbækur ehf. Baldur hefur um árabil ljósmyndað flugvélar bæði á jörðu niðri og á flugi og í formála hinnar nýju bókar þakkar hann þeim sem sýnt hafa stuðning og flogið með hann, sérstaklega þeim Sigurjóni Valssyni og Hafsteini Jónassyni.

Efni í nýju bókinni skiptist í fjóra hluta: Íslenskar flugvélar, erlendar gestkomandi vélar, flugdagar og flugsamkomur og varnaræfing.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta