Ráðgjöf fyrir innflytjendur í Rauðakrosshúsinu
Í Rauðakrosshúsinu eru sjálfboðaliðar með víðtæka reynslu sem aðstoða gesti við leysa úr ýmsum málum og þar er einnig hægt að fá sérfræðiviðtöl hjá sálfræðing og almenna lögfræðiráðgjöf.
Sérsniðin lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur er nú í boði Rauðakrosshúsinu einkum um eftirfarandi viðfangsefni:
- Samskipti við hið opinbera
- dvalarleyfi, atvinnuleyfi, ríkisborgararéttur - Réttindagæsla og aðstoð
- heilbrigðismál
- stéttarfélög
- félagslega kerfið - Fjölskyldumál
- skilnaður
- forsjárdeila
Ekki er hægt að panta tíma, heldur getur fólk komið á milli 14 og 16 á miðvikudögum í Rauðakrosshúsið. Ef þörf er á túlki þarf að tilkynna starfsmönnum Rauðakrosshússins það eigi síðar en degi fyrir heimsókn þ.e. á þriðjudegi í síma 570 4000.
Lögfræðingarnir sem veita ráðgjöf í Rauðakrosshúsinu eru: Gentiana Collaku og Katla Þorsteinsdóttir.
ATH. Ef gestir þurfa almenna lögfræðiráðgjöf sem ekki snýr að ofangreindum atriðum geta þeir fengið aðstoð frá lögfræðingum Lögfræðiskrifstofu Reykjavíkur eða Versus eins og aðrir gestir hússins.