Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2021 Dómsmálaráðuneytið

Framboðsfrestur er ekki liðinn þótt utankjörfundaratkvæðagreiðsla sé hafin

Alþingishúsið við Austurvöll. - myndEydís Eyjólfsdóttir

Dómsmálaráðuneytið vekur athygli á því að framboðsfrestur til Alþingis er til 12 á hádegi 10. september. Fyrir þann tíma liggur ekki fyrir hvaða stjórnmálasamtök bjóða fram lista í komandi kosningum til Alþingis.

Vegna þessa liggja ekki frammi upplýsingar um framboðslista og listabókstafi, á þeim stöðum þar sem kosning utan kjörfundar fer fram.

Kjósendur sem greiða atkvæði utan kjörfundar skulu rita listabókstaf þess flokks sem þeir kjósa með eigin hendi. Stimplar með listabókstöfum verða til reiðu þegar fyrir liggur hverjir eru í framboði. 

Lögum samkvæmt ber dómsmálaráðuneytinu að halda skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram við síðustu alþingiskosningar og birta hana. Hefur það verið gert í Stjórnartíðindum. Jafnframt ber að birta viðbætur við auglýsinguna þegar nýjum listabókstöfum er úthlutað og er þær viðbætur að finna í auglýsingunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta