Áætluð úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2014
Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 8. október sl. um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2014 á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010.
Að teknu tilliti til ráðstöfunarfjármagns sjóðsins nemur áætluð heildarfjárhæð framlaganna 1.248,2 m.kr. og tekur jöfnunin mið af 95,8% af meðaltekjum á íbúa í viðkomandi viðmiðunarflokki framlaganna.
Við útreikning framlaganna er gengið út frá hámarkstekjumöguleikum sveitarfélaga af útsvari og fasteignaskatti. Einungis kemur til greiðslu framlags hafi sveitarfélag fullnýtt heimild sína til álagningar útsvars.
Í dag koma ¾ hlutar af áætluðum framlögum til greiðslu eða samtals 853,3 m.kr. Uppgjör framlaganna fer fram í desember á grundvelli leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaga.