Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2015 Innviðaráðuneytið

Endurskoðun á greiðsluhlutfalli Jöfnunarsjóðs vegna almennra húsaleigubóta árið 2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 30. janúar sl. um hækkun á greiðsluhlutfalli sjóðsins úr 66% í 68% vegna greiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum á árinu 2014. Heildargreiðslur sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum námu um 4.618 m.kr. á árinu. Að teknu tilliti til 68% greiðsluhlutfalls Jöfnunarsjóðs nema greiðslur sjóðsins til sveitarfélaga samtals um 3.154 m.kr. á árinu vegna almennra húsaleigubóta en þar af eru leiðréttingar vegna fyrri ára um 14 m.kr.

Viðbótarframlag vegna almennu bótanna er nemur rúmlega 92 m.kr. kemur til greiðslu í dag, 9. febrúar 2014.

Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á almennum og sérstökum húsaleigubótum á árinu 2014 má sjá á vef sjóðsins inn á heildaryfirliti yfir framlög sjóðsins til sveitarfélaga á árinu 2014. Einnig er þar að finna ítarleg yfirlit yfir greiðslur sveitarfélaga á almennum og sérstökum húsaleigubótum á árinu 2014 ásamt kostnaðarhlutdeild Jöfnunarsjóðs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta