Hoppa yfir valmynd
24. október 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Félagslegur ójöfnuður ein helsta áskorun þjóða í lýðheilsumálum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ræddi meðal annars um áhrif efnahagslegra og félagslegra aðstæðna á heilbrigði fólks á ráðstefnunni Fjölskyldan og barnið sem kvenna- og barnasvið Landspítala stóð fyrir síðastliðinn föstudag.

„Á liðnum árum hefur þekking fólks á áhrifum efnahagslegra og félagslegra aðstæðna á heilbrigði aukist og nú er raunar litið svo á að félagslegur ójöfnuður sé ein helsta áskorun þjóða í lýðheilsumálum og eru Evrópuþjóðir þar ekki undanskildar. Þetta er ein ástæða þess að víða hefur verið ráðist í gerð yfirgripsmikilla áætlana sem krefjast þverfaglegs samstarfs á mörgum sviðum þjóðfélagsins svo unnt sé að draga úr ójöfnuði.

Árið 1991 samþykktu íslensk stjórnvöld heilbrigðisáætlun í fyrsta sinn hér á landi og gilti hún til ársins 2001. Síðan þá hefur áætlanagerð og stefnumótun í heilbrigðismálum fest sig æ betur í sessi og skilningur fyrir mikilvægi þess að stjórnvöld hafi stefnu og skýra sýn í þessum viðamikla málaflokki farið vaxandi.

Í velferðarráðuneytinu er nú unnið að gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 sem stefnt er að því að leggja fyrir Alþingi í vor. Ég hef lagt áherslu á að breikka svið hennar enn frekar frá því sem verið hefur, með áherslu á að áætlunin taki til heilbrigðismála í víðum skilningi og félagslegum þáttum verði því gert hærra undir höfði en áður.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta