Hoppa yfir valmynd
8. mars 2024 Innviðaráðuneytið

Vel heppnað stefnumót innviðaráðuneytis og landshlutasamtaka sveitarfélaga

Um fjörutíu manns tóku þátt í stefnumóti um stefnumótun. - mynd

Innviðaráðuneytið og landshlutasamtök sveitarfélaga héldu í gær sameiginlegan fjarfund um stefnur ráðuneytisins og sóknaráætlanir landshluta undir yfirskriftinni Stefnumót um stefnumótun. Markmiðið var að efla enn frekar samvinnu ráðuneytisins og landshlutanna um opinbera stefnur og innleiðingu þeirra um land allt, m.a. í tengslum við mótun nýrra sóknaráætlana. 

Hermann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins, opnaði fundinn með því að fjalla um samhæfingu áætlana og tækifæri tengdum sóknaráætlunum. Þá fjölluðu verkefnisstjórar allra fimm áætlana, þ.e. byggðaáætlun, húsnæðisáætlun, landsskipulagsstefna, samgönguáætlun og sveitarstjórnaráætlun, um sínar áætlanir út frá því hvernig þær geta mögulega stutt við framgang sóknaráætlana. Fulltrúar landshlutasamtaka kynntu einnig sjónarmið sín og fjörugar umræður fóru fram um hvernig hægt væri að tryggja framgang opinbera stefna og áætlana í sameiningu og góðri samvinnu.

Meðal þess sem leitast var svara við var hvernig stefnur geta stuðlað að góðum búsetuskilyrðum um allt land, hvernig nýta megi opinbera fjármuni sem best og hvernig sóknaráætlanir landshluta geta stutt við framgang opinberrar stefnumótunar.

Um 40 manns tók þátt í viðburðinum. Auk sérfræðinga úr ráðuneytinu og frá landshlutasamtökum sveitarfélaga tóku fulltrúar frá stofnunum ráðuneytisins þátt. Stefnumótið var tilraun til að efna til gagnvirks samtals og segja má að sú tilraun hafi gengið vel.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta