Dómsmálaráðherra hefur skrifað undir reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra. Með reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna 9 lögregluumdæma landsins og um leið hvar aðalstöð lögreglustjóra skuli vera innan hvers umdæmis svo og lögreglustöðvar. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2015.
Samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra skal sveitarfélagið Hornafjörður teljast til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi þar til úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi hefur farið fram.
Breytingarnar koma til framkvæmda um næstu áramót. Innanríkisráðuneytið birti drög að reglugerðinni á vef ráðuneytisins þann 8. október síðastliðinn og óskaði eftir umsögnum. Fjöldi umsagna barst.
Reglugerðin eins og hún verður birt í Stjórnartíðindum fer hér á eftir:
REGLUGERÐ
um lögregluumdæmi lögreglustjóra.
1. gr.
Landinu er skipt í 9 lögregluumdæmi. Eiga sveitarfélög undir hvert þeirra, sem hér segir:
1. Umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu:
Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Kópavogsbær.
Aðalstöð lögreglustjóra: Höfuðborgarsvæðið.
Lögreglustöðvar: Höfuðborgarsvæðið.
2. Umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi:
Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Snæfellsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær og Dalabyggð.
Aðalstöð lögreglustjóra: Borgarnes.
Lögreglustöðvar: Akranes, Stykkishólmur, Búðardalur, Ólafsvík, Grundarfjörður.
3. Umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum:
Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð.
Aðalstöð lögreglustjóra: Ísafjörður.
Lögreglustöðvar: Patreksfjörður, Hólmavík.
4. Umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra:
Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.
Aðalstöð lögreglustjóra: Sauðárkrókur.
Lögreglustöð: Blönduós.
5. Umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra:
Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð.
Aðalstöð lögreglustjóra: Akureyri.
Lögreglustöðvar: Húsavík, Siglufjörður, Dalvík, Þórshöfn.
6. Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi:
Vopnafjarðarhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.
Aðalstöð lögreglustjóra: Eskifjörður.
Lögreglustöðvar: Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Vopnafjörður, Neskaupstaður, Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur, Höfn.
7. Umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi:
Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus.
Aðalstöð lögreglustjóra: Hvolsvöllur.
Lögreglustöðvar: Selfoss, Vík, Kirkjubæjarklaustur.
8. Umdæmi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum:
Vestmannaeyjabær.
Aðalstöð lögreglustjóra: Vestmannaeyjabær.
9. Umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum:
Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar.
Aðalstöð lögreglustjóra: Reykjanesbær.
Lögreglustöðvar: Grindavík, Sandgerði, Garður, Vogar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
2. gr.
Þar sem mörk milli lögregluumdæma eru óskýr, svo sem á hálendinu, ákveður dómsmálaráðherra í hvaða umdæmi mál komi til úrlausnar.
Á sama hátt ákveður ráðherra í hvaða umdæmi mál komi til úrlausnar ef það getur af einhverjum ástæðum átt undir fleiri en einn lögreglustjóra.
3. gr.
Með lögreglustöð er átt við starfsstöð lögreglu utan aðalstöðvar lögreglustjóra. Lögreglustjóri ákveður viðverutíma lögreglu á lögreglustöðvum.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 1. mgr. 6. gr. og 40. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, öðlast gildi 1. janúar 2015. Fellur þá úr gildi reglugerð nr. 66/2007, um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra, með áorðnum breytingum.
Innanríkisráðuneytinu 4. desember 2014
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Dómsmálaráðherra.
Ragnhildur Hjaltadóttir