Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2018 Innviðaráðuneytið

Drög að lagafrumvarpi vegna gildistöku nýrrar persónuverndarlöggjafar til umsagnar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna gildistöku nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Með hliðsjón af nýrri persónuverndarlöggjöf hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið yfirfarið ákvæði sérlaga er undir ráðuneytið heyra í samvinnu við undirstofnanir ráðuneytisins. Breytingar eru nauðsynlegar til að koma til móts við kröfur nýrra persónuverndarlaga. Ekki er um að ræða útvíkkun á núverandi verkefnum stofnananna.

Lagðar eru til breytingar á eftirtöldum lögum:

  • lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971,
  • lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012,
  • lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962,
  • umferðarlögum nr. 50/1987,
  • lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985,
  • lögum um loftferðir, nr. 60/1998,
  • lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, nr. 120/2012,
  • lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 og
  • lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 10. ágúst 2018 í samráðsgátt http://samradsgatt.island.is/ eða á netfangið [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta