Sendinefnd frá Suður-Kóreu fylgist með forsetakosningunum
Fulltrúar innanríkisráðuneytisins áttu fund með sendinefndinni í dag, þau Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri ásamt Stefaníu Traustadóttur og Ólafi Kr. Hjörleifssyni sérfræðingum. Greindu þau frá helstu þáttum í þeim verkefnum ráðuneytisins sem varða forsetakosningarnar, undirbúning og framkvæmd þeirra. Þá fylgdist nefndin með utankjörfundaratkvæðagreiðslu í gær og heimsótti einnig yfirkjörstjórn í Reykjavík norður í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í kvöld ætlar nefndin síðan að fylgjast með talningu atkvæða í Hagaskólanum í Reykjavík.
Tíu manna sendinefnd frá Suður-Kóreu heimsótti innanríkisráðuneytið.