Hoppa yfir valmynd
25. júní 2016 Dómsmálaráðuneytið

Rúmlega 245 þúsund manns á kjörskrá við forsetakosningarnar í dag

Erla S. Árnadóttir ræðir við starfsmenn í kjördeild í Ráðhúsinu. - mynd
Forsetakosningarnar standa nú yfir og verða kjörstaðir yfirleitt opnir til klukkan 22 í kvöld nema á einstaka stað þar sem kosningum er jafnvel lokið. Alls eru 245.004 á kjörskrá, 122.870 konur og 122.134 karlar. Alls eru 91.435 á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum báðum en fjölmennasta kjördæmið er Suðvesturkjördæmi þar sem 67.478 eru á kjörskrá.

Fulltrúar innanríkisráðuneytisins heimsóttu í dag yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður sem hefur aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Formaður yfirkjörstjórnar er Erla S. Árnadóttir hrl. og sagði hún kosningar hafa gengið vel og eðlilega fyrir sig í kjördæminu. Um miðjan dag höfðu heldur fleiri kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður en í síðustu forsetakosningum.

Á myndinni hér að neðan eru frá vinstri Hermann Sæmundsson og Ragnhildur Hjaltadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Erla S. Árnadóttir, Sigfús Ægir Árnason og Páll Halldórsson sem sitja ásamt fleirum í yfirkjörstjórn.

 

Fulltrúar innanríkisráðuneytis ræða við fulltrúa í yfirkjörstjórn Reykjavík norður.

Sjá einnig á kosning.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta