Rúmlega 245 þúsund manns á kjörskrá við forsetakosningarnar í dag
Fulltrúar innanríkisráðuneytisins heimsóttu í dag yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður sem hefur aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Formaður yfirkjörstjórnar er Erla S. Árnadóttir hrl. og sagði hún kosningar hafa gengið vel og eðlilega fyrir sig í kjördæminu. Um miðjan dag höfðu heldur fleiri kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður en í síðustu forsetakosningum.
Á myndinni hér að neðan eru frá vinstri Hermann Sæmundsson og Ragnhildur Hjaltadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Erla S. Árnadóttir, Sigfús Ægir Árnason og Páll Halldórsson sem sitja ásamt fleirum í yfirkjörstjórn.
Fulltrúar innanríkisráðuneytis ræða við fulltrúa í yfirkjörstjórn Reykjavík norður.
Sjá einnig á kosning.is