Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2015 Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður nr. 90/2015

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

Þann 8. júlí 2015 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 90/2015

Í stjórnsýslumáli nr. KNU15030005


 Beiðni […]

um endurupptöku á úrskurði

innanríkisráðuneytisins, dags. 18. september 2014

 

 

 Þann 29. febrúar barst kærunefnd útlendingamála beiðni […] hdl., f.h. […], kt. […], ríkisborgari […] (hér eftir nefnd kærandi), um endurupptöku á úrskurði innanríkisráðuneytisins frá 18. september 2014 sem staðfesti synjun Útlendingastofnunar um útgáfu dvalarleyfis á grundvelli 12. gr. f laga um útlendinga nr. 96/2002.

 Staðfesting innanríkisráðuneytisins á ákvörðun Útlendingastofnunar í máli kæranda byggir á því að ekkert í gögnum málsins leiði til þess að veita beri henni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þá séu tengsl hennar við Ísland ekki með þeim hætti að veita beri dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla hennar við landið.

 Á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er heimilt að endurupptaka mál á ný ef:

1.    ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða

2.    íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.

 Með beiðni kæranda um endurupptöku fylgdi afrit af dánarvottorði móður kæranda. Þá lagði kærandi fram viðbótargögn með beiðni um endurupptöku þess efnis að hún ætti von á barni með unnusta sínum […]. Til staðfestingar þungunar lagði kærandi fram læknisvottorð auk yfirlýsingar […], þar sem hann lýsir því yfir að hann sé faðir ófædds barns kæranda.

 Í ljósi þessa er það mat kærunefndarinnar að aðstæður kæranda hér á landi hafi breyst að verulegu leyti frá því úrskurðað var í máli hennar hjá innanríkisráðuneytinu. Niðurstaða nefndarinnar er því að fallist er á beiðni um endurupptöku og lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka til skoðunar hvort þessar breyttu aðstæður í máli kæranda leiði til þess að hún uppfylli skilyrði fyrir útgáfu dvalarleyfis.

 

ÚRSKURÐARORÐ

Fallist er á beiðni […], kt. […], ríkisborgara […],  um endurupptöku á máli hennar og lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál hennar fyrir að nýju.

 The request by  […], ID number […], citizen of […], to reopen her case is granted.  The case is referred to the Directorate of Immigration for processing.

 

                                                                                 Hjörtur Bragi Sverrisson

 

Anna Valbjörg Ólafsdóttir                                                                                                          Pétur Dam Leifsson

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta